Fótbolti

Lazio bjargaði stigi á heimavelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ciro Immobile var allt í öllu í endurkomu Lazio
Ciro Immobile var allt í öllu í endurkomu Lazio vísir/getty
Lazio kom til baka gegn Atalanta og náði í jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni.Gestirnir frá Atalanta komust yfir eftir 23 mínútur með marki Luis Muriel og eftir fimm mínútur bætti hann öðru marki við.Alejandro Gomez skoraði þriðja mark Atalanta á 37. mínútu og voru gestirnir í þægilegri stöðu í hálfleik.Á 69. mínútu skoraði Ciro Immobile fyrir heimamenn í Lazio úr vítaspyrnu eftir að Jose Palomino var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Aðeins mínútu síðar kom annað mark Lazio, Joaquin Correa skoraði eftir fyrirgjöf Immobile.Í uppbótartíma fékk Lazio svo fullkomið tækifæri til þess að jafna leikinn þegar vítaspyrna var dæmd á Atalanta. Immobile fór aftur á punktinn og skoraði aftur.Lokatölur urðu 3-3 í fjörugum leik.Atalanta er nú með 17 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Juventus á toppnum. Lazio er í 6. sæti með 12 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.