Tveimur orrustuþotum var í morgun flogið frá Suður-Kóreu yfir eyjur sem Kóreumenn og Japanir deila um. Yfirvöld Japan kvörtuðu vegna flugsins en mikil spenna er á milli ríkjanna þessa dagana. Um er að ræða eyjunarnar Dokdo og Takeshima. Suður-Kórea stjórnar báðum eyjunum.
Japanskur embættismaður sem ræddi við Reuters sagði eyjurnar tilheyra Japan, í sögulegum samhengi og samkvæmt alþjóðalögum, og fordæmdi það að orrustuþotum hafi verið flogið yfir þær.
Tveimur rússneskum herflugvélum var flogið yfir eyjarnar í sumar og skutu flugmenn herþota viðvörunarskotum að þeim.
Reuters hefur eftir að lögreglu í Suður-Kóreu að 28 Kóreumenn búi á eyjunum.
Deilur ríkjanna má að miklu leyti rekja til þess að Japan hernam Suður-Kóreu á árunum 1910 til 1945. Suður-Kóreumenn hafa krafist bóta vegna þrælavinnu Kóreumanna. Þær deilur urðu að viðskiptadeilum og eru nú orðnar að alvarlegri milliríkjadeilu.
Flugu herþotum yfir umdeildar eyjur
Samúel Karl Ólason skrifar
