Innlent

Hvassviðri, stormur og úrhelli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður blautt og hvasst á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.
Það verður blautt og hvasst á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Vísir/vilhelm

Allhvöss eða hvöss suðaustanátt, jafnvel stormur syðst, ræður ríkjum fram á helgi, en þá fer að draga úr vindi, fyrst á Suðvesturlandi. Vindurinn ber með sér hlýtt og rakt loft og rignir dálítið fyrir sunnan og vestan, en spáð er úrhelli á Suðausturlandi á laugardag og aðfaranótt sunnudags. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá geta vindhviður og vindstrengir orðið mjög öflugir við fjöll sunnan- og vestantil og vegfarendur eru því hvattir til að aka varlega, ekki síst ef ekið er með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 15-23 m/s og rigning með köflum, hvassast við suðvesturströndina, en mun hægari og bjartviðri N- og A-lands. Dregur heldur úr vindi í kvöld, en gengur í suðaustan 15-25 á morgun, hvassast SV til. Skýjað og þurrt að mestu, en fer að rigna S og V til um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig í dag, en heldur hlýrra á morgun.
 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu undir kvöld, hvassast við suðurströndina, en 10-18 á N- og A-landi og þurrt að kalla, hvassast á annesjum. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðan heiða.

Á laugardag:
Suðaustan 13-20 m/s, hvassast syðst og rigning á S-verðu landin, jafnvel mikil úrkoma á SA-landi, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á N-landi.

Á sunnudag:
Suðlæg átt, strekkingur og rigning austast, en annars hægari, úrkomulítið og milt veður, en þurrt á N-landi.

Á mánudag og þriðjudag:
Allhvöss eða hvöss austlæg átt og rigning í flestum landshlutum, talsverð rigning SA-lands og áfram milt í veðri.

Á miðvikudag:
Snýtst líklega í norðaustanátt með rigning á víð og dreif og kólnar lítillega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.