Erlent

Lögreglumenn sem skutu mann með Downs til bana sýknaðir

Kjartan Kjartansson skrifar
Drápið á Eric Torell sló sænsku þjóðina óhug í fyrra.
Drápið á Eric Torell sló sænsku þjóðina óhug í fyrra. Vísir/EPA
Umdæmisdómstóll í Stokkhólmi sýknaði í dag þrjá lögreglumenn sem voru ákærðir í tengslum við að tveir þeirra skutu mann með Downs-heilkenni til bana í fyrra. Maðurinn sem var drepinn var með leikfangabyssu þegar lögreglumennirnir skutu hann.

Tveir lögreglumenn voru ákærðir fyrir að hafa skotið Eric Torell, tvítugan einhverfan mann með Downs-heilkenni sem hafði strokið heiman frá sér með leikfangabyssu um miðja nótt, í ágúst í fyrra. Auk þeirra var yfirmaður ákærður vegna dauða Torell.

Lögreglumennirnir tveir skutu alls 25 skotum á Torell en þrjú hæfðu hann. Sænska ríkisútvarpið segir að dómstóllinn hafi talið að rannsókn málsins styddi ekki lýsingar saksóknara á atburðum. Ekki hafi verið sýnt fram á í hvað röð byssukúlunum var skotið og hvernig Torell hefði hreyft sig. Var talið að lögreglumennirnir hafi brugðist við í sjálfsvörn.


Tengdar fréttir

Skutu 25 skotum að Eric Torell

Þrír lögreglumenn í Stokkhólmi skutu alls 25 skotum að Eric Torell, tvítugum manni með Downs-heilkenni, sem lést að kvöldi 2. ágúst síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×