Sigur­mark úr víta­spyrnu á 95. mínútu tryggði Liver­pool sau­tjánda deildar­sigurinn í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Milner fagnar sigurmarkinu.
James Milner fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Liverpool er áfram með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann torsóttan 2-1 sigur á Leicester á heimavelli í dag.

Liðið hefur því unnið sautján leiki í röð í enska boltanum og getur jafnað met Manchester City eftir landsleikjahlé en City á metið sem eru átján sigurleikir í röð.







Liverpool komst yfir á 40. mínútu. Löng sending James Milner endaði hjá Sadio Mane eftir að Jonny Evans missti af boltanum. Mane urðu engin mistök á og kom Liverpool yfir.

Leicester jafnaði með sínu fyrsta skoti á markið á 80. mínútu. Ayoze Perez gaf þá laglega sendingu inn fyrir á James Maddison sem skoraði en Adrian í marki Liverpool átti að gera betur.







Liverpool skoraði svo í uppbótartíma. Þeir fengu þá vítaspyrnu eftir vandræðagang í vörn Leicester og á punktinn steig James Milner. Hann skoraði af öryggi og tryggði Liverpool sigurinn.

Liverpool er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Liðið er með 24 stig eftir leikina átta en Man. City er í öðru sætinu með 16 stig. Þeir leika gegn Wolves á morgun.







Leicester er áfram í 3. sætinu með fjórtán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira