Erlent

Grunaður ISIS-liði handtekinn nærri Madríd

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Madrid
Frá Madrid Getty/Cristina Arias

Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var handtekinn í bænum Parla nærri spænsku höfuðborginni Madríd vegna gruns um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, ISIS. Er maðurinn grunaður um að hafa unnið að skipulagningu árása í landinu. Reuters greinir frá

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hefur látið til skarar skríða á Spáni en árið 2017 lýstu samtökin yfir ábyrgð á árásum í Barcelona og Cambrils þar sem 14 létu lífið. Í Barcelona var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á fjölförnustu verslunargötu borgarinnar, Römblunni.

Í Cambrils keyrðu árásarmenn inn í mannfjölda og réðust að fólki vopnaðir hnífum.

Við leit á heimili mannsins í Parla fundust efni sem hægt er að nota til sprengjugerðar auk leiðbeininga. Þá fannst einnig listi yfir möguleg skotmörk mannsins. Rannsókn á málinu stendur yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.