Enski boltinn

Liver­pool getur jafnað met Manchester City á Old Traf­ford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool fagnar.
Liverpool fagnar. vísir/getty
Liverpool vann sinn 17. deildarleik í röð er liðið vann 2-1 sigur á Leicester í enska boltanum í dag.

Sigurinn var þó torsóttur en sigurmarkið skoraði James Milner úr vítaspyrnu á 95. mínútu eftir vandræðagang í vörn Leicester.

Liverpool hefur verið á svakalegu skriði síðan í mars á þessu ári. Liðið hefur síðan þá unnið sautján deildarleiki í röð en metið á þó Manchester City.





Man. City vann átján deildarleiki í röð frá ágúst 2017 til desember 2017 en City hefur unnið deildina síðustu tvö tímabil.

Liverpool getur jafnað met City eftir landsleikjahlé er liðið mætir erkifjendunum í Man. United þann 20. október en Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×