Enski boltinn

Gylfi fékk fjóra í ein­kunn: „Því miður annar ró­legur dagur hjá ís­lenska lands­liðs­manninum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson í leik fyrr á tímabilinu.
Gylfi Sigurðsson í leik fyrr á tímabilinu. vísir/getty
Everton tapaði enn einum leiknum í enska boltanum þetta tímabilið er liðið tapaði 1-0 fyrir Burnley á útivelli.

Gylfi Sigurðsson spilaði í klukkutíma í liði Everton en náði sér ekki á strik. Sigurmark Burnley kom þó eftir að Gylfi var farinn af velli.

Hafnfirðingurinn fékk ekki góða dóma hjá staðarblaðinu Liverpool Echo eftir leikinn en hann og Morgan Schneiderlin fengu verstu einkunnirnar.







„Þetta var því miður annar rólegur dagur hjá íslenska landsliðsmanninum,“ skrifar Liverpool Echo í umfjöllun sinni um leikinn.

„Sigurðsson lagði mikið á sig eins og vanalega en náði ekki að hafa áhrif á leikinn í þeim svæðum sem Everton þarf að fá eitthvað frá honum.“

Gylfi er nú á leið til Íslands þar sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki; gegn Frakklandi og Andorra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×