Enski boltinn

Solskjær ánægður með ákvörðunina að láta Lukaku fara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær seldi Lukaku í sumar.
Solskjær seldi Lukaku í sumar. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ánægður með þá ákvörðun að láta Romelu Lukaki fara frá félaginu í sumarglugganum án þess að vera með mann í staðinn fyrir Belgann.

Lukaku fór frá Man. Utd til Inter en Solskjær var gagnrýndur fyrir að fá ekki mann í staðinn fyrir Lukaku í hópinn. Solskjær sér þó ekki eftir að hafa látið Lukaku fara.

„Ég get sagt að við erum einum framherja færri en ég tók þá ákvörðun og ég tók hana glaður í bragði,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við Sky Sports.







„Leikmenn geta verið með mikla hæfileika en hausinn á Romelu var ekki hér til þess að vinna með okkur sem lið.“

„Ég vil ekki tala of mikið um aðra leikmenn. Ég ber mikla virðingu fyrir Lukaku en tíma hans hér var lokið,“ bætti Norðmaðurinn við.

Manchester United mætir Newcastle á útivelli í dag en flautað verður til leiks klukkan 15.30. United þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×