Börnin hanga á skjánum en hafa ekki aldur til Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2019 09:30 Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira