Íslenski boltinn

Grindavík í þjálfaraleit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Srdjan Tufegdzic.
Srdjan Tufegdzic. vísir/daníel

Grindavík verður með nýjan þjálfara við stjórnvölinn á næsta tímabili en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er hættur hjá Grindavík.

Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis og fékk hann þakkir fyrir sín störf fyrir félagið.

Túfa stýrði Grindavík í eitt tímabil en liðið hafnaði í ellefta sæti Pepsi Max deildarinnar í haust og leikur því í Inkasso-deildinni á næsta ári.

Áður var hann hjá KA, fyrst sem leikmaður og svo þjálfari, og er hann nú orðaður við annað Akureyrarfélag, Þór. Þórsarar leika í Inkasso-deildinni og voru lengi vel í toppbaráttu deildarinnar í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.