Íslenski boltinn

Grindavík í þjálfaraleit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Srdjan Tufegdzic.
Srdjan Tufegdzic. vísir/daníel
Grindavík verður með nýjan þjálfara við stjórnvölinn á næsta tímabili en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er hættur hjá Grindavík.Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis og fékk hann þakkir fyrir sín störf fyrir félagið.Túfa stýrði Grindavík í eitt tímabil en liðið hafnaði í ellefta sæti Pepsi Max deildarinnar í haust og leikur því í Inkasso-deildinni á næsta ári.Áður var hann hjá KA, fyrst sem leikmaður og svo þjálfari, og er hann nú orðaður við annað Akureyrarfélag, Þór. Þórsarar leika í Inkasso-deildinni og voru lengi vel í toppbaráttu deildarinnar í sumar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.