Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 18:35 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20. Utanríkismál Víglínan Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20.
Utanríkismál Víglínan Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira