Innlent

Segir koma til greina að biðja um aðra EES-skýrslu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir nýbirta skýrslu utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn ekki svara þeim spurningum sem hún hafi átt að svara og íhugar að óska eftir annarri skýrslu.

Skýrslan var kynnt í síðustu viku en Björn Bjarnason fór fyrir starfshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem vann skýrsluna og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að samningurinn hafi gefið Íslendingum ýmis einstök tækifæri.

Sjá einnig: Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES-samningnum

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni. Hann segir að samkvæmt skýrslubeiðninni hafi átt að meta kosti og galla aðildar Íslands að EES og hann fái ekki séð að það sé gert í skýrslunni.

„Það er skýrt tekið fram í aðfararorðum formanns og sömuleiðis í erindisbréfi utanríkisráðherra til nefndarinnar að það skuli ekki lagt upp með þeim hætti sem að skýrslubeiðnin kveður á um. Ég minni á að hún hefur verið samþykkt á Alþingi í þrígang. Þannig að þessi skýrsla er ekki að því leytinu til fullnægjandi,“ segir Ólafur.

Telur þú þá tilefni til að óska jafnvel aftur eftir skýrslu?

„Ég held að það hljóti að koma til alvarlegrar skoðunar já.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×