Innlent

Evrópska efna­hags­svæðið og fjár­festinga­sjóðir í Víg­línunni

Sylvía Hall skrifar
Í vikunni sem var að líða kom út greinargóð skýrsla um stöðu Íslands innan samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem gerð var af nefnd undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Björn til sín í Víglínuna til að ræða þennan 25 ára samning sem hefur nánast umbreytt Íslandi með fjórfrelsinu svo kallaða um frjálsa för fólks, vöru, þjónustu og fjármagns.Samningurinn hefur meðal annars áhrif á stöðu íslensks verkafólks, stöðu þess gagnvart atvinnurekendum sem geta á þenslutímum flutt inn vinnuafl frá ríkjum EES og þannig að hluta til að minnsta kosti dregið úr áhrifamætti þeirra sem lægst hafa launin við samningaborðið. Til að ræða þessa hlið samningsins koma þær Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar í Víglínuna. Þá verður einnig rætt um sjóði eins og Gamma, en Efling ákvað í fyrra að taka 1,4 milljarða úr vörslu GammaVíglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.