Erlent

Macron setur Johnson afarkosti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson og Emmanuel Macron.
Boris Johnson og Emmanuel Macron. vísir/Getty
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni.Hugmyndir Johnsons hafa ekki fallið í góðan jarðveg og Macron segir að það sé Breta að finna lausn á málinu en ekki Evrópusambandsins.Í Guardian er greint frá því að Johnson hafi farið fram á fund með Macron til að kynna honum tillögurnar en Macron mun hafa hafnað þeirri beiðni.Í símtali sem þeir áttu síðan í kjölfarið komu þessir afarkostir Macrons fram, að því er segir í blaðinu.Þá tók Macron það einnig fram að allar slíkar viðræður yrðu að fara í gegnum Michel Barnier, yfirsamningamann ESB, en ekki með viðræðum við einstaka leiðtoga.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.