Litlu sænsku prinsarnir og prinsessurnar ekki lengur á ríkisspenanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2019 15:18 Karl Filipps prins og Soffía eiginkona hans með sonunum Alexander og Gabríel. Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira