Íslenski boltinn

Grótta ekki að flýta sér að ráða nýjan þjálfara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gróttumenn eru þjálfaralausir.
Gróttumenn eru þjálfaralausir. vísir/bára
Grótta, sem leikur í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð, ætlar að nota tímann og velja besta þjálfarann í stað þess að flýta sér að ráða nýjan mann í brúnna.Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki eftir leiktíðina og eru Gróttumenn, sem fóru upp um tvær deildir á tveimur árum, því án þjálfara eins og sakir standa.Samkvæmt heimildum Vísis hafa Gróttumenn ekki sett sér neinn tímaramma hvað varðar nýjan þjálfara en þeir vilja finna þann rétta.Sá hinn sami á að halda áfram að vinna með þá stefnu sem unnið hefur verið með síðustu ár; að ungir leikmenn fá tækifæri en ekki verður fallið frá henni þrátt fyrir að liðið sé komið í deild þeirra bestu.Samkvæmt sömu heimildum Vísis er Halldór Árnason einn þeirra sem kemur til greina í starfið en hann hefur síðustu tvö ár verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns hjá félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.