Íslenski boltinn

Grótta ekki að flýta sér að ráða nýjan þjálfara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gróttumenn eru þjálfaralausir.
Gróttumenn eru þjálfaralausir. vísir/bára
Grótta, sem leikur í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð, ætlar að nota tímann og velja besta þjálfarann í stað þess að flýta sér að ráða nýjan mann í brúnna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki eftir leiktíðina og eru Gróttumenn, sem fóru upp um tvær deildir á tveimur árum, því án þjálfara eins og sakir standa.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa Gróttumenn ekki sett sér neinn tímaramma hvað varðar nýjan þjálfara en þeir vilja finna þann rétta.

Sá hinn sami á að halda áfram að vinna með þá stefnu sem unnið hefur verið með síðustu ár; að ungir leikmenn fá tækifæri en ekki verður fallið frá henni þrátt fyrir að liðið sé komið í deild þeirra bestu.

Samkvæmt sömu heimildum Vísis er Halldór Árnason einn þeirra sem kemur til greina í starfið en hann hefur síðustu tvö ár verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×