Innlent

Þarf að svara fyrir tvö nefbrot sama kvöldið á Höfn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Önnur líkamsárásin var við Gömlubúð, húsinu til vinstri á myndinni.
Önnur líkamsárásin var við Gömlubúð, húsinu til vinstri á myndinni. Vísir/Vilhelm
Rúmlega tvítugur karlmaður þarf að svara til saka í máli héraðssaksóknara gegn honum fyrir tvær líkamsárásir á Höfn í Hornafirði aðfaranótt 24. febrúar árið 2018.

Karlmanninum er gefið að sök að hafa í anddyri veitingastaðarins Hafsins kýlt annan karlmann með hnefanum í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut innkýlt brot á framvegg hægri kinnholu, nefbrot, tannarbrot og tilfærslu á tveimur tönnum.

Þá er honum gefið að sök að hafa skömmu síðar á Víkurbraut við Gömlubúð hrint öðrum karlmanni þannig að hann féll við. Í framhaldinu sparkaði hann í andlit hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, skurð á nef, mar og bólgur í andlit.

Annar maðurinn krefst 3,5 milljóna króna í skaðabætur en hinn 1,8 milljóna króna.

Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Austurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×