Enski boltinn

Fyrrum varnarmaður Liverpool efstur af sjö milljón Fantasy spilurum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nick Tanner, fyrrum framherji Liverpool.
Nick Tanner, fyrrum framherji Liverpool. vísir/getty
Fyrrum varnarmaður Liverpool, Nick Tanner, er í efsta sæti yfir alla Fantasy spilara í heiminum er átta umferðir eru búnar af enska boltanum.

Sjö milljón þáttakendur eru í Fantasy leiknum í ensku úrvalsdeildinni þetta árið og þar hefur Tanner verið skarpastur fyrstu átta umferðirnar.

Tanner lék með Liverpool frá 1989 til 1992 en hann lék 59 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum eitt mark. Hann þurfi svo að hætta vegna bakmeiðsla.







Hann er með 568 stig eftir fyrstu átta umferðirnar og er tíu stigum á undan næsta manni. Liverpool-mennirnir Sadio Mane og Mohamed Salah eru í liði Tanner.

Fantasy leikurinn gengur út á það að stilla saman ellefu manna byrjunarliði sem og þremur varamönnum og þú færð stig til að mynda ef þínir leikmenn skora mark, leggja upp eða halda hreinu.

Þetta er í einungis annað skiptið sem Tanner spilar leikinn en hann ákvað að taka þessu alvarlega í ár vegna þess að félagar hans ákváðu að leggja smá pening undir, hver myndi vinna deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×