Enski boltinn

Solskjær fullyrðir að hann sé rétti maðurinn til að stýra Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi fyrir leik dagsins.
Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að hann sé rétti maðurinn til að stýra United-liðinu þrátt fyrir erfiða byrjun á leiktíðinni.

Man. Utd er einungis þremur stigum frá fallsæti eftir slaka byrjun og rétt komst í gegnum C-deildarlið Rochdale í Carabao-deildarbikarnum í vikunni.

Solskjær hefur einungis unnið fimm leiki í átján leikjum síðan hann fékk starfið í marsmánuði og er hann talinn næst líklegasti stjórinn til að fá sparkið, á eftir Marco Silva hjá Everton.

„Ég er ekki að efast um sjálfan mig. Ef ég myndi efast um sjálfan mig þá myndi allur heimurinn gera það líka,“ sagði Norðmaðurinn.







„Við tölum mikið saman og við trúum á það hvað við erum að gera.“

Manchester United mætir Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×