Enski boltinn

Rashford eða Aubameyang? Maguire eða Luiz?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcus Rashford og Pierre Emerick-Aubameyang.
Marcus Rashford og Pierre Emerick-Aubameyang. vísir/samsett/getty
Manchester United og Arsenal börðust um enska meistaratitilinn lengi framan af 21. öldinni en nú eru þau aðallega að berjast um að enda í topp fjórum.

Liðin mætast á Old Trafford í kvöld en bæði lið hafa verið í nokkru brasi framan af leiktíðinni, þá sér í lagi Manchester United.

Man. Utd er í 11. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki en Arsenal er í 7. sætinu með ellefu stig. Það er því mikið undir í kvöld.

BBC er með skemmtilega upphitun fyrir leikinn í kvöld þar sem lesendur eru beðnir um að setja saman lið sitt, úr hópunum tveimur.

Smella má hér til þess að gera sitt lið en þar er hægt að velja á milli Marcus Rashford og Pierre-Emerick Aubameyang, Paul Pogba og Mesut Özil og svo margt fleira.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×