Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2019 12:00 Rafmagnshlaupahjólin njóta mikilla vinsælda. Vísir/Getty Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“ Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því; innflutningur á hjólunum hefur aukist milli ára og þá opnaði fyrsta rafhlaupahjólaleigan í Reykjavík á föstudag. Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Erlendur ferðamaður meiddist þegar maður á rafmagnshlaupahjóli ók á hann við Klambratún síðastliðið laugardagskvöld. Sá sem ók hjólinu er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan handtók ökumanninn og sagði hann hafa verið hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti honum mikið gert úr málinu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þá sem stjórna rafmagnshlaupahjólum verða að gæta umferðarlaga eins og aðrir. Viðurlögin eru nokkur ef menn gerast sekir um að stjórna þeim undir áhrifum, sérstaklega ef menn valda slysi. „Viðurlögin geta verið þau að ef menn lenda í slysi getur það haft áhrif á bótaþátt og mögulega endurkröfu tryggingarfélaga og sektir. En það eru engin ökuréttindi sem þarf á slík tæki, þannig að viðurlögin eru ekki að svipta ökurétt.“ Fellur þetta undir sama ákvæði og að reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis. „Samkvæmt ákvæðinu þá segir að það sé ekki heimilt að stjórna eða reyna að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna og er 20 þúsund króna sekt. Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 2020 eru algjörlega sambærileg ákvæði um þessi tæki.“ Rafmagnshlaupahjólinu komast frá 8 og upp í 25 kílómetra hraða. Hjálmaskylda er upp að fimmtán ára aldri. Guðbrandur segir lögregluna merkja fjölgun þessara farartækja. „Við höfum ekki ennþá upplifað þetta sem stórkostlegt vandamál. Ökumenn þessara tækja verða að gæta umferðarlaga og taka tillit ef þeir eru á gangstéttum eða gagnstígum og þeir mega ekki vera á akbraut.“
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira