Enski boltinn

Eigandi Sheffield United kemur fjölskyldu Osama Bin Laden til varnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Prince Abdullah á leik með Sheffield United.
Prince Abdullah á leik með Sheffield United. vísir/getty
Prince Abdullah, eigandi Sheffield United, hefur komið fjölskyldu hryðjuverkamannsins Osama Bin Laden til varnar.

Það kom í ljós fyrr á þessu ári að Sheffield United hafi fengið lán frá fjölskyldu Bin Laden en eigandinn Abdullah er talinn eiga í góðu sambandi við fjölskylduna.

Félagið hefur verið mikið gagnrýnt fyrir vikið en í gær steig svo Sádi-Arabinn fram og svaraði þessum röddum.

„Ég verð móðgaður þegar fólk heldur að Bin Laden sé slæmt nafn,“ sagði Abdullah og hélt áfram:







„Þetta er góð fjölskylda en hefur sýna svarta sauði eins og er í flestum fjölskyldum en þetta er virðingarmikil fjölskylda og ef ég þarf að eiga viðskipti við þau aftur, þá geri ég það með glöðu geði.“

„Ég er yfirleitt umburðarlyndur en þegar fólk segir að Bin Laden sé skítug fjölskylda þá ofbýður mér. Þetta er ekki fjölskylda sem ég styð en það er ekki rétt að koma svona fram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×