Hetjur í kvöld eftir uppákomu í vikunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Romelu Lukaku fagnar marki sínu í kvöld.
Romelu Lukaku fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Inter Milan hafði betur í slagnum um Mílanó-borg er liðið vann 2-0 sigur á grönnunum í AC Milan er liðin mættust á San Siro í kvöld í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar.Inter varð af mikilvægum stigum í Meistaradeildinni í vikunni er liðið gerð 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli og voru það mikil vonbrigði.Leikmenn liðsins eru sagðir hafa lent í hörku rifrildi eftir leikinn en þar áttust við Romelu Lukaku og Marcelo Brozovic. Þeir bættu það hins vegar upp í kvöld.Marcelo Brozovic kom Inter yfir á 49. mínútu og á 78. mínútu var það Romelu Lukaku sem tvöfaldaði forystuna. Lokatölur 2-0.Inter er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar en AC Milan er með sex stig eftir leikina fjóra.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.