Enski boltinn

Sanchez þurfti að skilja Lukaku og Brozovic að í búningsklefanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fyrir miðju og Brozovic lengst til hægri.
Lukaku fyrir miðju og Brozovic lengst til hægri. vísir/getty
Romelu Lukaku og Marcelo Brozovic lentu saman í búningsklefa Inter Milan eftir 1-1 jafntefli ítalska liðsins gegn Slavia Prague í Meistaradeildinni í vikunni.

Belgíski framherjinn var ekki ánægður með frammistöðu Brozovic í leiknum á þriðjudaginn og sagði að Króatinn gæti ekki framfylgt taktík Antonio Conte.

Hann hélt áfram og sagði að Brozovic hefði misst boltann alltof oft en rifrildið byrjaði rólega áður en mikill hiti komst í rifrildin.





Brozovic byrjaði að svara Lukaku að hann hefði ekki nýtt sín færi og það endaði með því að þeir stóðu ofan í hvor öðrum í búningsklefa Inter eftir leikinn.

Það þurfti fyrrum samherja Lukaku hjá Manchester United, Alexis Sanchez, til að skilja leikmennina að svo ekki upp úr syði.

Antonio Conte, stjóri Inter, hefur nú þegar talað við Giuseppe Marotta, framkvæmdarstjóra félagsins, og beðið hann um að komast til botns í málinu bakvið tjöldin.

Inter hefur byrjað leiktíðina vel í ítölsku úrvalsdeildinni og unnið fyrstu tvo leikina en um helgina mæta þeir grönnunum í AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×