Fimmtándi deildarsigur Liverpool í röð kom á Brúnni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool fagnar fyrra marki sínu í dag.
Liverpool fagnar fyrra marki sínu í dag. vísir/getty

Liverpool er áfram með fullt hús stiga eftir að liðið vann 2-1 sigur á Chelsea á útivelli í stórleik 6. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrsta mark leiksins kom með þrumuskoti á 14. mínútu. Eftir flotta aukaspyrnutaktík þrumaði Trent Alexander-Arnold boltanum efst í markhornið og Kepa Arrizabalaga stóð varnarlaus í markinu.

Chelsea virtist vera jafna metin skömmu síðar er Cesar Azpilicueta kom boltanum í netið en eftir skoðun í VARsjánni sást að Mason Mount var rangstæður í aðdraganda marksins og því markið dæmt af.

Liverpool skoraði svo annað markið einnig eftir uppsett atriði. Fyrirgjöf Andy Robertson eftir aukaspyrnu endaði beint á kollinum sem stangaði boltann í netið. 2-0 í hálfleik.

N'Golo Kante minnkaði muninn fyrir Chelsea á 71. mínútu með laglegu skoti eftir dapran varnarleik Chelsea en nær komust heimamenn ekki og öflugur sigur Liverpool.

Þeir eru því með fimm stiga forskot áfram á toppi deildarinnar en Chelsea er í 11. sæti deildarinnar með átta stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.