Innlent

Tilhlökkun að flytja í fyrstu íbúðina

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Þeir Daníel og Stefán fengu lykla afhenta að íbúðunum sínum við Móaveg í gær og geta ekki beðið eftir því að flytja inn. Þar verður þeim ásamt þremur öðrum gert kleift að halda eigið heimili með aðstoð starfsfólks Reykjavíkurborgar. Þá fá ellefu aðrir sem þurfa á þjónustu og stuðningi að halda aðstoð frá starfsfólki íbúðakjarnans.Reykjavíkurborg hófu framkvæmdir við íbúðakjarnann við Móaveg í mars á síðasta ári og sá Íbúðafélagið Bjarg um bygginguna í samráði við Félagsbústaði og sérfræðinga velferðasviðs í málefnum fatlaðs fólks. Í kjarnanum verður fimm einstaklingum gert kleift að halda eigið heimili með aðstoð starfsfólks. Þeir fengu lyklana að íbúðunum í gær.„Íbúarnir fá bara þá þjónustu sem að þeir óska eftir að þurfa þannig að það er bara metið á einstaklingsgrundvelli,” segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs.Hún segir að starfsfólk íbúðakjarnans muni jafnframt veita ellefu öðrum einstaklingum í nágrenninu þjónustu. Þeir Daníel og Stefán eru í fyrsta skipti að flytja í eigin íbúðir og tilhlökkunin er mikil.„Þetta er bara gaman að vera farinn að búa og mér finnst það æðislegt með starfsfólkið. Maður þarf bara að vera hugrakkur og hamingjusamur og jákvæður,” segir Daníel.Stefán var búinn að bíða eftir því að fá sína eigin íbúð frá árinu 2006 og er því gleðin yfir íbúðinni mikil. Þeir eru búnir að kaupa húsgögn og sjónvörp og hlakka þeir mikið til að ráða sjálfir yfir dagskránni.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.