Innlent

Segir félagslega blöndun hafa mistekist í 111

Björn Þorfinnsson skrifar
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Fréttablaðið

Notkun frístundakorts Reykjavíkurborgar til íþrótta- og tómstundanáms er langminnst í hverfi 111. Aðeins 66 prósent stúlkna og 69 prósent drengja nýta sér kortið í hverfinu en meðaltalið er um 82 prósent í öðrum hverfum borgarinnar.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu um að borgin fari í sérstakt átak í hverfinu til að stemma stigu við vandanum.

„Í Fella- og Hólahverfi er eitt mesta fjölmenningarsamfélag borgarinnar til staðar. Það er margt sem bendir til þess að stór hópur barna í hverfinu sé félagslega einangraður og margir glíma við fátækt. Líklega kjósa efnalitlir foreldrar frekar að ráðstafa andvirði kortsins í að greiða fyrir vist á frístundaheimili og eiga þá ekkert aflögu til íþrótta- og tómstundastarfs. Ég hef verið óhrædd að lýsa því yfir á vettvangi borgarstjórnar að félagsleg blöndun hafi mistekist í þessu hverfi. Ég fæ engar undirtektir en ekki heldur mótmæli. Að mínu mati er aðgerða þörf þegar í stað,“ segir Kolbrún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.