Efling vísar ásökunum á bug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 11:15 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30