Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 20. september 2019 22:30 Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45