Enski boltinn

United vill semja við Pogba um framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty

Forráðamenn Manchester United vilja setjast niður með Paul Pogba og umboðsmanni hans, Mino Raiola, til þess að ræða framlengingu á samningi Pogba. ESPN hefur þetta eftir heimildum sínum.

Pogba á tvö ár eftir af samningi sínum við United og félagið er með möguleika á að virkja klásúlu um auka ár.

Frakkinn hefur hins vegar verið ítrekað orðaður í burt frá Manchester United og var hann sterklega orðaður við Juventus og Real Madrid í sumar.

Leikmaðurinn sagði sjálfur að hann vildi upplifa nýjar áskoranir og hefur gefið það í skyn að hann vilji fara frá Old Trafford.

David de Gea skrifaði undir nýjan langtímasamning í vikunni og þá geta samningamenn United sett alla athygli sína í að semja við Pogba.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.