Enski boltinn

United vill semja við Pogba um framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty
Forráðamenn Manchester United vilja setjast niður með Paul Pogba og umboðsmanni hans, Mino Raiola, til þess að ræða framlengingu á samningi Pogba. ESPN hefur þetta eftir heimildum sínum.Pogba á tvö ár eftir af samningi sínum við United og félagið er með möguleika á að virkja klásúlu um auka ár.Frakkinn hefur hins vegar verið ítrekað orðaður í burt frá Manchester United og var hann sterklega orðaður við Juventus og Real Madrid í sumar.Leikmaðurinn sagði sjálfur að hann vildi upplifa nýjar áskoranir og hefur gefið það í skyn að hann vilji fara frá Old Trafford.David de Gea skrifaði undir nýjan langtímasamning í vikunni og þá geta samningamenn United sett alla athygli sína í að semja við Pogba.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.