Erlent

Drukknaði örfáum augnablikum eftir bónorðið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kærasta mannsins hefur birt myndir af bónorðinu.
Kærasta mannsins hefur birt myndir af bónorðinu. Mynd/Kenesha Antoine
Bandaríkjamaðurinn Steven Weber drukknaði nýverið þegar hann var að kafa. Mínútum áður en hann drukknaði hafði hann beðið kærustu sína um að giftast sér.

BBC greinir frá og segir að Weber og kærasta hans, Kenesha Antoine, hafi dvalið á lúxushóteli við Pemba-eyju í Tansaníu. Hótelherbergi þeirra var að hluta til neðansjávar og hafði Weber ákveðið að kafa niður að glugganum. Þar dró hann upp handskrifað bréf þar sem han bað Antoine.

Antoine hefur sjálf birt myndband af bónorði Weber en svo virðist sem að hann hafi drukknað á leiðinni upp. Herbergið er á um tíu metra dýpi og segir í frétt BBC að þegar björgunarlið hafi komið á staðinn hafi Weber verið látinn.

Á handskrifuðu bréfi Weber stóð meðal annars að hann gæti ekki haldið andanum í sér nógu lengi til þess að segja Antoine frá öllu sem hann elskaði við hana. Yfirvöld í Tansaníu rannsaka tildrög slyssins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.