Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Tansaníu ekki veita nægar upplýsingar um ebólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 12:19 Heilbrigðisstarfsmaður heldur á barni sem talið er vera sýkt af ebólu. getty/John Moore Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega. Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega.
Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21
Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03
Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29