Innlent

Glæpir og refsing í Víglínunni á Stöð 2 í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.

Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og segir ríkið sýna mikla óbilgirni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur fyrir ólöglega frelsissviftingu í tæp fimm ár í tengslum við rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974. Hæstiréttur sýknaði Guðjón og aðra fjóra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra og hefur Guðjón stefnt ríkinu til greiðslu bóta upp á um 1,3 milljarða að meðtöldum dráttarvöxtum.

Til að ræða þessi mál, stöðu ríkislögreglustjóra, nefndamál Alþingis og fleira koma þær Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna einnig í Víglínuna.

Ekki missa af Víglínunni í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.