Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 13:00 Drífa Snædal forseti Así segir ASÍ vinna að leiðbeinandi reglum fyrir stéttarfélög sem verja eigi starfsólk þeirra fari það í deilur gegn þeim. ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera. Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera.
Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira