Íslenski boltinn

Þorsteinn skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn hefur unnið fjóra stóra titla með Breiðabliki.
Þorsteinn hefur unnið fjóra stóra titla með Breiðabliki. vísir/bára

Þorsteinn Halldórsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann hefur stýrt kvennaliði félagsins undanfarin fimm ár.

Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildar kvenna í sumar. Blikar töpuðu ekki leik en voru tveimur stigum á eftir Valskonum.

Undir stjórn Þorsteins hefur Breiðablik tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari.

Blikar hafa aldrei endað neðar en í 2. sæti efstu deildar síðan Þorsteinn tók við og unnið 71 af 90 deildarleikjum sínum á þessum tíma.

„Breiðablik er hæstánægt að hafa náð samkomulagi við Steina um að halda áfram þjálfun kvennaliðsins. Árangurinn talar sínu máli og hans hugsjón að treysta á unga leikmenn smellpassar við það sem Breiðablik vill standa fyrir. Það hefur ekki síður vakið athygli landsliðsþjálfara, þar sem ungum leikmönnum Breiðabliks sem hafa fengið tækifæri með landsliðum Íslands hefur fjölgað mikið eftir að Steini tók við,“ segir í tilkynningu frá Breiðabliki.

Tímabilinu er ekki lokið hjá Breiðabliki því að á fimmtudaginn mætir liðið Spörtu Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeldar Evrópu. Blikar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 3-2.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.