Fótbolti

UEFA kynnir þriðju Evrópukeppnina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA. vísir/getty
UEFA hefur staðfest að þriðja Evrópukeppnin muni hefjast tímabilið 2021/2022 en hún á að gefa fleiri liðum tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum.

Evrópukeppnin hefur fengið nafnið Europa Conference League en lengi vel hafði UEFA keppni fyrir sigurvegara í bikarkeppnum. Þeirri keppni var hætt árið 2001.

Aleksander Ceferin, forseti FIFA, staðfesti þetta á fundi UEFA í Slóveníu í gær þar sem tilkynnt var um hinar ýmsu breytingar í knattspyrnuheiminum.

Þeir sem fá þátttökurétt í keppninni eru meðal annars sigurvegarar Carabao-bikarsins á Englandi, eða liðin í 6. og 7. sæti ensku deildarinnar, endi sigurvegari Carabao keppninnar í efstu fimm sætunum.







Einungis fimm lið frá stóru deildunum; Englandi, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi munu fá þátttökurétt en leikið verður í átta fjögurra liða riðlum.

UEFA staðfesti einnig á umræddum fundi að VAR verði notað í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni 2023 fari fram á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×