Enski boltinn

Töpuðu fyrir unglingaliði Manchester City en fóru í vítaspyrnukeppni á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var gleði yfir leikmönnum Rochdale í gær.
Það var gleði yfir leikmönnum Rochdale í gær. vísir/getty
C-deildarliðið Rochdale var nærri því að slá út stórliðið Manchester United er liðin mættust í Carabao-bikarnum í gærkvöldi.

Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en í vítaspyrnukeppninni reyndist úrvalsdeildarliðið sterkara með Sergio Romero í markinu.

Þegar litið er á úrslit Rochdale á tímabilinu verður afrekið enn athyglisverðara. Liðið tók þátt í neðri deildarbikarnum fyrr á leiktíðinni þar sem þeir töpuðu 2-0 fyrir U21-ára liði Manchester City.







Fyrir tveimur vikum tapaði liðið svo 6-0 fyrir Peterborough á heimavelli en Rochdale er í 17. sæti ensku C-deildarinnar eftir níu leiki með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×