Íslenski boltinn

HK og Víkingur slíta samstarfinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik HK/Víkings í sumar.
Úr leik HK/Víkings í sumar. vísir/bára
HK og Víkingur hafa slitið samstarfi sínu um rekstur meistaraflokks, 2. flokks og 3. flokks kvenna.HK og Víkingur hafa verið í samstarfi um meistaraflokk síðan 2001, eða undanfarin 18 ár.HK/Víkingur féll úr Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Víkingur tekur sæti liðsins í Inkasso-deildinni en HK hefur leik í 2. deild.Í yfirlýsingu frá HK/Víkingi kemur fram að ein stærsta ástæða þess að samstarfinu hafi verið slitið sé að Fossvogurinn sé ekki lengur sameiginlegt svæði liðanna.HK/Víkingur lék fjögur tímabil í efstu deild og vann B-deildina tvisvar.Yfirlýsing HK/Víkings:Knatt­spyrnu­deild­ir HK og Vík­ings hafa tekið sam­eig­in­lega ákvörðun um að slíta sam­starfi um rekst­ur meist­ara­flokki, 2.flokki og 3.flokki kvenna.HK og Vík­ing­ur hafa átt í ára­löngu og far­sælu sam­starfi um rekst­ur kvenna­flokka i knatt­spyrnu, en sam­starfið um meist­ara­flokk nær aft­ur til ár­is­ins 2001. Liðið hef­ur fjór­um sinn­um spilað í efstu deild, tvisvar sinn­um unnið 1. deild­ina og þess utan fimm sinn­um tekið þátt í úr­slita­keppni 1. deild­ar.Það hef­ur aldrei borðið skugga á sam­starfið og móður­fé­lög­in hafa alla tíð staði þétt á bak við liðið. Þau eru því þung spor­in, nú þegar ákveðið hef­ur verið að þau gangi hvort sína leið. Fyr­ir því eru nokkr­ar ástæður, en sú aug­ljósa staðreynd að Foss­vog­ur­inn er ekki leng­ur sam­eig­in­legt svæði liðanna og flutn­ing­ur HK í Sal­ar- og Kór­a­hverfi og til­koma Vík­ings inn á gamla Fram-svæðið veg­ur þar þungt.Nú tek­ur við upp­bygg­ing­ar­starf hjá báðum fé­lög­um, en þau hafa tekið ákvörðun um að Vik­ing­ur haldi sæti HK/​Vík­ings í 1. deild, en HK hefji sína veg­ferði í 2. deild, en haldi jafn­framt sæti liðanna i A-deild 2. flokks. Það er ein­læg von aðstand­enda HK/​Vik­ings að liðunum megi farn­ast vel og að þó vænta megi að hart verði tek­ist á i framtíðarleikj­um fé­lag­anna þá verði þess ánægu­lega tíma sem þau hafa átt sam­an ávallt minnst af virðingu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.