Enski boltinn

Xhaka útnefndur fyrirliði Arsenal á afmælisdaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svissneski landsliðsmaðurinn er nýr fyrirliði Arsenal.
Svissneski landsliðsmaðurinn er nýr fyrirliði Arsenal. vísir/getty
Granit Xhaka hefur verið útnefndur nýr fyrirliði Arsenal. Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, greindi leikmönnum liðsins frá þessu í morgun.

Xhaka hefur verið fyrirliði í sex af átta leikjum Arsenal á tímabilinu og nú er ljóst að hann er nýr fyrirliði liðsins.

Xhaka, sem fagnar 27 ára afmæli sínu í dag, tekur við fyrirliðabandinu af Laurent Koscielny sem fór til Bordeaux í sumar. Xhaka kom til Arsenal frá Borussia Mönchengladbach fyrir þremur árum.

Emery hefur ekki enn ákveðið hver verður varafyrirliði Arsenal. Líklegast er að annað hvort Alexandre Lacazette eða Pierre-Emerick Aubameyang verði fyrir valinu.

Arsenal sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×