Fótbolti

Roma setti stuðningsmann liðsins í ævilangt bann vegna rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Juan Jesus er á sínu fjórða tímabili hjá Roma.
Juan Jesus er á sínu fjórða tímabili hjá Roma. vísir/getty
Roma hefur sett stuðningsmann liðsins sem beitti brasilíska varnarmanninn Juan Jesus kynþáttaníði í ævilangt bann.

Roma greindi frá þessu á Twitter í gær. Félagið birti skilaboðin sem stuðningsmaðurinn sendi Jesus og birti upplýsingar um Instagram-síðu hans. Þá hefur Roma tilkynnt atvikið til lögreglu.



Viðbrögð Roma við kynþáttaníðinu mæltust vel fyrir. Ítölsk félög og ítalska knattspyrnusambandið hafa verið sökuð um að taka ekki nógu hart á rasisma.

Í byrjun mánaðarins beittu stuðningsmenn Cagliari Romelu Lukaku, framherja Inter, kynþáttaníði. Cagliari var þó ekki refsað fyrir rasismann. Í síðustu viku var svo álitsgjafi hjá ítalskri sjónvarpsstöð látinn taka pokann sinn fyrir rasísk ummæli um Lukaku.

Jesus hefur verið hjá Roma síðan 2016. Hann lék áður með Inter.


Tengdar fréttir

Cagliari ekki refsað fyrir kynþáttaníð

Ítalska félagið Cagliari þarf ekki að sæta refsingar vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna í garð Romelu Lukaku eftir rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×