Áttræður ítalskur sjónvarpsmaður í bann fyrir ummæli sín um Romelu Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 12:00 Romelu Lukaku. Getty/Giuseppe Cottini Rassísk ummæli um RomeluLukaku kostuðu ítalskan knattspyrnuspeking starfið sitt um helgina. Ítalska sjónvarpsstöðin Telelombardia ætlar að taka hart á rasískum ummælum starfsmanns síns um fyrrum leikmann ManchesterUnited.LucianoPassirani var knattspyrnuspekingur í fótboltaþættinum TopCalcio24 á stöðinni en hann er það ekki lengur. Ömurleg ummæli hans um RomeluLukaku, núverandi leikmann InternazionaleMilan, er því um að kenna. „Ef þú lendir einn á móti einum á móti honum þá myrðir hann þig. Eina leiðin til að bjarga sér úr þeirri stöðu en kannski að gefa honum tíu banana til að borða,“ sagði LucianoPassirani og fékk miklar skammir fyrir.An Italian television station says it will not use one of its pundits again after he made a racist comment about Inter Milan striker Romelu Lukaku. Full story: https://t.co/oOAL7K7tGUpic.twitter.com/boxYVgSZE6 — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019LucianoPassirani er svo sannarlega fulltrúi gamla tímans en hann er orðinn áttræður. LucianoPassirani baðst um leið afsökunar á ummælum sínum en yfirmaður þáttarins, FabioRavezzani, gaf það út að hann yrði ekki með í fleiri TopCalcio24 þáttum. „Herra Passirani er áttatíu ára gamall og til þess að hrósa Lukaku þá notaði hann myndhverfingu sem var full af kynþáttafordómum,“ sagði FabioRavezzani en breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta var algjört hugsunarleysi hjá honum og ég get ekki látið slíkt viðgangast í okkar þætti,“ sagði Ravezzani.RomeluLukaku kom til Internazionale frá ManchesterUnited í haust og hjálpaði ítalska liðinu að vinna 1-0 sigur á Udinese á laugardaginn. Stuðningsmenn mótherja Internazionale hafa verið með kynþáttafordóma gagnvart RomeluLukaku í upphafi tímabilsins og hann sjálfur telur að fótboltaheimurinn sé að fara í vitlausa átt í baráttu sinni gegn kynþáttahatri. Framkoma reynslubolta í sjónvarpi er því ekki að hjálpa mikið í baráttunni. Ítalski boltinn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Rassísk ummæli um RomeluLukaku kostuðu ítalskan knattspyrnuspeking starfið sitt um helgina. Ítalska sjónvarpsstöðin Telelombardia ætlar að taka hart á rasískum ummælum starfsmanns síns um fyrrum leikmann ManchesterUnited.LucianoPassirani var knattspyrnuspekingur í fótboltaþættinum TopCalcio24 á stöðinni en hann er það ekki lengur. Ömurleg ummæli hans um RomeluLukaku, núverandi leikmann InternazionaleMilan, er því um að kenna. „Ef þú lendir einn á móti einum á móti honum þá myrðir hann þig. Eina leiðin til að bjarga sér úr þeirri stöðu en kannski að gefa honum tíu banana til að borða,“ sagði LucianoPassirani og fékk miklar skammir fyrir.An Italian television station says it will not use one of its pundits again after he made a racist comment about Inter Milan striker Romelu Lukaku. Full story: https://t.co/oOAL7K7tGUpic.twitter.com/boxYVgSZE6 — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019LucianoPassirani er svo sannarlega fulltrúi gamla tímans en hann er orðinn áttræður. LucianoPassirani baðst um leið afsökunar á ummælum sínum en yfirmaður þáttarins, FabioRavezzani, gaf það út að hann yrði ekki með í fleiri TopCalcio24 þáttum. „Herra Passirani er áttatíu ára gamall og til þess að hrósa Lukaku þá notaði hann myndhverfingu sem var full af kynþáttafordómum,“ sagði FabioRavezzani en breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta var algjört hugsunarleysi hjá honum og ég get ekki látið slíkt viðgangast í okkar þætti,“ sagði Ravezzani.RomeluLukaku kom til Internazionale frá ManchesterUnited í haust og hjálpaði ítalska liðinu að vinna 1-0 sigur á Udinese á laugardaginn. Stuðningsmenn mótherja Internazionale hafa verið með kynþáttafordóma gagnvart RomeluLukaku í upphafi tímabilsins og hann sjálfur telur að fótboltaheimurinn sé að fara í vitlausa átt í baráttu sinni gegn kynþáttahatri. Framkoma reynslubolta í sjónvarpi er því ekki að hjálpa mikið í baráttunni.
Ítalski boltinn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira