Fótbolti

Áttræður ítalskur sjónvarpsmaður í bann fyrir ummæli sín um Romelu Lukaku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. Getty/Giuseppe Cottini
Rassísk ummæli um RomeluLukaku kostuðu ítalskan knattspyrnuspeking starfið sitt um helgina.

Ítalska sjónvarpsstöðin Telelombardia ætlar að taka hart á rasískum ummælum starfsmanns síns um fyrrum leikmann ManchesterUnited.

LucianoPassirani var knattspyrnuspekingur í fótboltaþættinum TopCalcio24 á stöðinni en hann er það ekki lengur. Ömurleg ummæli hans um RomeluLukaku, núverandi leikmann InternazionaleMilan, er því um að kenna.

„Ef þú lendir einn á móti einum á móti honum þá myrðir hann þig. Eina leiðin til að bjarga sér úr þeirri stöðu en kannski að gefa honum tíu banana til að borða,“ sagði LucianoPassirani og fékk miklar skammir fyrir.





LucianoPassirani er svo sannarlega fulltrúi gamla tímans en hann er orðinn áttræður. LucianoPassirani baðst um leið afsökunar á ummælum sínum en yfirmaður þáttarins, FabioRavezzani, gaf það út að hann yrði ekki með í fleiri TopCalcio24 þáttum.

„Herra Passirani er áttatíu ára gamall og til þess að hrósa Lukaku þá notaði hann myndhverfingu sem var full af kynþáttafordómum,“ sagði FabioRavezzani en breska ríkisútvarpið segir frá.  „Þetta var algjört hugsunarleysi hjá honum og ég get ekki látið slíkt viðgangast í okkar þætti,“ sagði Ravezzani.

RomeluLukaku kom til Internazionale frá ManchesterUnited í haust og hjálpaði ítalska liðinu að vinna 1-0 sigur á Udinese á laugardaginn.

Stuðningsmenn mótherja Internazionale hafa verið með kynþáttafordóma gagnvart RomeluLukaku í upphafi tímabilsins og hann sjálfur telur að fótboltaheimurinn sé að fara í vitlausa átt í baráttu sinni gegn kynþáttahatri. Framkoma reynslubolta í sjónvarpi er því ekki að hjálpa mikið í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×