Loftslagsbreytingar ekki fjarlæg kenning heldur augljós sannleikur Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 11:41 Guðlaugur Þór á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. Vísir/AP Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á baráttuna gegn hlýnun jarðar, mannréttindi og endurbætur á alþjóðakerfinu í samræmi við grunngildi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sem hann flutti á allsherjarþinginu nótt. Utanríkisráðherra ræddi einnig óöldina í Sýrlandi og Jemen og skoraði á þau ríki sem ýta undir ófriðinn að beita sér frekar fyrir friði. 74. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í New York. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þingið rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma og kom hann víða við. Í upphafi ræðunnar minnti hann á 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á næsta ári og um leið skyldu aðildarríkjanna til að varðveita alþjóðakerfið. Þau ættu að knýja fram umbætur á þeim sviðum þar sem kerfið þjónaði ekki lengur grunngildum sínum heldur umbunaði jafnvel ríkjum sem græfu undan þeim. Guðlaugur Þór vék því næst að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og setu Íslands í því sem fullgildur meðlimur. „Í því felst bæði heiður og ábyrgð sem við tökum alvarlega. Mannréttindi og virðing og sanngirni í garð náungans eru erfðaefni framfara, friðar og þróunar,“ sagði utanríkisráðherra í ræðunni en 42. fundarlotu mannréttindaráðsins lauk í dag. Ráðherra benti á að umbóta væri þörf á mannréttindaráðinu þar sem alræmdir mannréttindabrjótar sætu fyrir á fleti. Utanríkisráðherra áréttaði svo á að jafnrétti kynjanna væri ein lykilforsenda þeirrar velgengni sem Ísland ætti að fagna. „Hér erum við hins vegar ekki í samkeppni heldur eru markmið okkar þau sömu: Að tryggja að konur fái hvarvetna notið möguleika sinna og að vinna að sjálfbærri þróun sem lætur engan undanskilinn.” Loftslagsmál voru ofarlega á baugi í ræðu utanríkisráðherra í allsherjarþinginu. Hann sagði meðal annars að loftslagsbreytingar væru augljós sannleikur, ekki fjarlæg kenning. „Á norðurslóðum, þar á meðal í heimalandi mínu, fylgjumst við með jöklum bráðna um leið og höfin okkar og lífverurnar þar taka örum breytingum,” sagði Guðlaugur Þór og undirstrikaði að loftslagsbreytingar fælu um leið í sér breytingar á heimshöfunum. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna gegndi lykilhlutverki við verndun þeirra en hvað loftslagsmálin varðaði væri róttækra aðgerða þörf. „Baráttan gegn hlýnun jarðar byrjar hjá okkur sjálfum. Ríku löndin verða hins vegar að aðstoða þau sem minna eiga við að takast á við orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er eitt helsta áhersluatriðið í nýrri þróunarsamvinnustefnu Íslands,” sagði utanríkisráðherra og greindi um leið frá því að ríkisstjórn Íslands ætlaði að tvöfalda framlög sín í Græna loftslagssjóðinn. Guðlaugur Þór vék svo að styrjöldunum í Sýrlandi og Jemen sem ekkert lát virðist á heldur haldi áfram með ómældum þjáningum almennra borgara. „Stórveldin á svæðinu sem kynda undir ólgunni og eru bakhjarlar stríðandi fylkinga verða að snúa við blaðinu og styðja frekar við friðsamlegar lausnir.“ Hann sagði að í þessu sambandi væru nýlegar drónaárásir á Sádi-Arabíu grafalvarlegar. Utanríkisráðherra ræddi í framhaldinu ófremdarástand víða um heim, til dæmis fyrir botni Miðjarðarhafs, í Líbíu, Vestur-Sahara, Venesúela og Myanmar. Átökin á þessum svæðum og vaxandi tortryggni á milli stórvelda kölluðu á „enn meiri skuldbindingu, frjórri lausnir og ríkara framlagi, bæði hvað varðar hefðbundna afvopnun og takmarkanir á útbreiðslu gereyðingarvopna en líka með tilliti til tækninýjunga, netöryggis og fjölþátta ógna.” Utanríkisráðherra ræddi fleiri málefni í ávarpi sínu, meðal annars þýðingu frjálsra viðskipta við að efla hagvöxt, stöðugleika og útrýma fátækt svo og árangur Íslands við að ná fram Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá hvatti hann til frekari rannsókna á smitlausum sjúkdómum á borð við taugasjúkdóma sem hrjáðu milljónir jarðarbúa, til dæmis mænuskaða. Guðlaugur Þór lauk svo máli sínu á að minnast fólksins sem lifði af hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari og stofnaði Sameinuðu þjóðirnar í skugga þeirra. „Arfleifð þessarar kynslóðar mun aldrei líða undir lok. Þegar við fögnum 75 ára afmæli þessarar merku stofnunar á næsta ári skulum við minnast afreka hennar um leið og við lítum í eigin barm og ræðum hvernig við getum unnið brautargengi þeim gildum og hugsjónum sem Sameinuðu þjóðirnar hvíla á.” Ísland í mannréttindaráði SÞ Loftslagsmál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á baráttuna gegn hlýnun jarðar, mannréttindi og endurbætur á alþjóðakerfinu í samræmi við grunngildi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sem hann flutti á allsherjarþinginu nótt. Utanríkisráðherra ræddi einnig óöldina í Sýrlandi og Jemen og skoraði á þau ríki sem ýta undir ófriðinn að beita sér frekar fyrir friði. 74. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í New York. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þingið rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma og kom hann víða við. Í upphafi ræðunnar minnti hann á 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á næsta ári og um leið skyldu aðildarríkjanna til að varðveita alþjóðakerfið. Þau ættu að knýja fram umbætur á þeim sviðum þar sem kerfið þjónaði ekki lengur grunngildum sínum heldur umbunaði jafnvel ríkjum sem græfu undan þeim. Guðlaugur Þór vék því næst að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og setu Íslands í því sem fullgildur meðlimur. „Í því felst bæði heiður og ábyrgð sem við tökum alvarlega. Mannréttindi og virðing og sanngirni í garð náungans eru erfðaefni framfara, friðar og þróunar,“ sagði utanríkisráðherra í ræðunni en 42. fundarlotu mannréttindaráðsins lauk í dag. Ráðherra benti á að umbóta væri þörf á mannréttindaráðinu þar sem alræmdir mannréttindabrjótar sætu fyrir á fleti. Utanríkisráðherra áréttaði svo á að jafnrétti kynjanna væri ein lykilforsenda þeirrar velgengni sem Ísland ætti að fagna. „Hér erum við hins vegar ekki í samkeppni heldur eru markmið okkar þau sömu: Að tryggja að konur fái hvarvetna notið möguleika sinna og að vinna að sjálfbærri þróun sem lætur engan undanskilinn.” Loftslagsmál voru ofarlega á baugi í ræðu utanríkisráðherra í allsherjarþinginu. Hann sagði meðal annars að loftslagsbreytingar væru augljós sannleikur, ekki fjarlæg kenning. „Á norðurslóðum, þar á meðal í heimalandi mínu, fylgjumst við með jöklum bráðna um leið og höfin okkar og lífverurnar þar taka örum breytingum,” sagði Guðlaugur Þór og undirstrikaði að loftslagsbreytingar fælu um leið í sér breytingar á heimshöfunum. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna gegndi lykilhlutverki við verndun þeirra en hvað loftslagsmálin varðaði væri róttækra aðgerða þörf. „Baráttan gegn hlýnun jarðar byrjar hjá okkur sjálfum. Ríku löndin verða hins vegar að aðstoða þau sem minna eiga við að takast á við orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er eitt helsta áhersluatriðið í nýrri þróunarsamvinnustefnu Íslands,” sagði utanríkisráðherra og greindi um leið frá því að ríkisstjórn Íslands ætlaði að tvöfalda framlög sín í Græna loftslagssjóðinn. Guðlaugur Þór vék svo að styrjöldunum í Sýrlandi og Jemen sem ekkert lát virðist á heldur haldi áfram með ómældum þjáningum almennra borgara. „Stórveldin á svæðinu sem kynda undir ólgunni og eru bakhjarlar stríðandi fylkinga verða að snúa við blaðinu og styðja frekar við friðsamlegar lausnir.“ Hann sagði að í þessu sambandi væru nýlegar drónaárásir á Sádi-Arabíu grafalvarlegar. Utanríkisráðherra ræddi í framhaldinu ófremdarástand víða um heim, til dæmis fyrir botni Miðjarðarhafs, í Líbíu, Vestur-Sahara, Venesúela og Myanmar. Átökin á þessum svæðum og vaxandi tortryggni á milli stórvelda kölluðu á „enn meiri skuldbindingu, frjórri lausnir og ríkara framlagi, bæði hvað varðar hefðbundna afvopnun og takmarkanir á útbreiðslu gereyðingarvopna en líka með tilliti til tækninýjunga, netöryggis og fjölþátta ógna.” Utanríkisráðherra ræddi fleiri málefni í ávarpi sínu, meðal annars þýðingu frjálsra viðskipta við að efla hagvöxt, stöðugleika og útrýma fátækt svo og árangur Íslands við að ná fram Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá hvatti hann til frekari rannsókna á smitlausum sjúkdómum á borð við taugasjúkdóma sem hrjáðu milljónir jarðarbúa, til dæmis mænuskaða. Guðlaugur Þór lauk svo máli sínu á að minnast fólksins sem lifði af hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari og stofnaði Sameinuðu þjóðirnar í skugga þeirra. „Arfleifð þessarar kynslóðar mun aldrei líða undir lok. Þegar við fögnum 75 ára afmæli þessarar merku stofnunar á næsta ári skulum við minnast afreka hennar um leið og við lítum í eigin barm og ræðum hvernig við getum unnið brautargengi þeim gildum og hugsjónum sem Sameinuðu þjóðirnar hvíla á.”
Ísland í mannréttindaráði SÞ Loftslagsmál Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira