Erlent

Segjast hafa handsamað þúsundir hermanna Sáda

Samúel Karl Ólason skrifar
Talsmaður Húta segir að um stærstu hernaðaraðgerð þeirra sé að ræða.
Talsmaður Húta segir að um stærstu hernaðaraðgerð þeirra sé að ræða. AP/Hani Mohammed
Hútar segjast hafa handsamað þúsundir hermanna bandalags Sádi-Arabíu í átökum við landamæri Sádi-Arabíu og Jemen. Talsmaður Húta, sem eiga í átökum við Sáda og aðra bandamenn ríkisstjórnar Jemen, sagði BBC að þrjú stórfylki hermanna hefðu gefist upp og margir hefðu fallið nærri bænum Najran í Sádi-Arabíu.Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa ekki staðfest yfirlýsingar Húta.Yahiya Sarea, ofursti í liði Húta, sagði einnig að handsömuðu hermennirnir yrðu leiddir fyrir myndavélar á morgun.Hann sagði einnig að árásin hefði hafist fyrir þremur sólarhringum og að um umfangsmestu hernaðaraðgerð Húta væri að ræða og að þeir hefðu sömuleiðis hertekið hundruð skriðdreka og brynvarðra farartækja.Reuters fréttaveitan segir bandalag Sáda hafa á undanförnum vikum hafi sókn í Saada-héraði í Jemen. Hin auknu átök í landinu gætu gert viðleitni Sameinuðu þjóðanna til stofna til friðar erfiðari.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.