Kvöldfréttir Stöðvar 2 10. september 2019 18:09 Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi Vestra telur bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa ofrukkað sig vegna leigu á lögreglubifreiðum. Á tæplega þriggja ára tímabili var embættið rukkað um rúmar áttatíu milljónir þótt rekstrarkostnaður næmi aðeins tæpum þrjátíu milljónum. Við fjöllum áfram ítarlega um mál ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum okkar. Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Í dag var undirritað samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík og vændislaus hótel og gististaði. Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum. Kyrrðarstundir verða í nokkrum kirkjum landsins í minningu þeirra sem hafa svipt sig lífi. Við verðum í beinni útsendingu í Dómkirkjunni. Hluti sakborninga í máli sem varðar stórfellda fíkniefnaframleiðslu, neitaði að taka afstöðu til sakarefna við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun. Verjandi sagði að ekki væri hægt taka afstöðu því rannsókn á einum anga málsins væri ekki lokið. Nánar um þetta í kvöldfréttum. Ram Nath Kovind, forseti Indlands, heimsótti forseta Íslands á Bessastöðum í morgun og hélt ávarp í Háskóla Íslands um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Forsetahjónin mæta í kvöldverð á Bessastöðum í kvöld en heimsókn þeirra lýkur á morgun. Allt um heimsókn Indlandsforseta í máli og myndum í kvöldfréttum okkar. Við fjöllum um ósátta rekstraraðila á Hverfisgötu og Óðinsgötu, tökum stöðuna á Brexit og nýjustu vendingum í starfsmannamálum Trump-stjórnarinnar. Við segjum ykkur frá kvikugúl í Kötlu sem gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi líkt og gerðist í Öskju árið 1875. Þetta og meira til í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira