Kvikugúll gæti sprungið með miklu sprengigosi en einnig verið friðsæll Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2019 20:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Stöð 2/Einar Árnason. Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl. Að mati jarðvísindamanna gæti fjallhrapið í Mýrdalsjökli einnig endað með hamfaraberghlaupi, í líkingu við Steinsholtshlaupið fyrir hálfri öld. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við veltum því upp hvað gæti mögulega gerst í því mikla en hægfara fjallhrapi, sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað í vestanverðum Mýrdalsjökli, er fróðlegt að rifja upp hamfarir sem urðu við Steinsholtsjökul, einn skriðjökla Eyjafjallajökuls, þann 15. janúar árið 1967.Horft inn að Steinsholtsjökli. Berghlaupið frá 1967 sést fyrir miðri mynd en fjallshlíðin hrundi þá niður í jökullónið.Stöð 2/KMU.Þá hrundi fjallshlíð niður í jökullónið við skriðjökulinn og olli mikilli flóðbylgju allt niður í Markarfljót, sem bar með sér grjóturð langar leiðir. „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð og gríðarlegur efnisflutningur, - stórgrýti sem þeyttist þarna fram á grundirnar fyrir framan fjallið. Fólk þekkir þetta sem keyrir í Þórsmörk, ef það keyrir á milli þessara steina,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um Steinsholtshlaupið. En gætum við séð það gerast við Tungnakvíslarjökul að fjallshlíðin þar félli niður með sama hætti?Páll Einarsson skoðar fjallhrapið við Tungnakvíslarjökul úr þyrlu Norðurflugs.Stöð 2/KMU.„Það er hugsanlegt að það gerist í svona hamfaraatburði. Það er þegar orðinn meiriháttar atburður, án þess að menn hafi í raun og veru tekið eftir honum, vegna þess að hann gekk það hægt fyrir sig. Þessu hafa fylgt jarðskjálftar. Við vitum ekki hvað fylgir hverju. Það virðist eins og skjálftavirknin þarna í gegnum árin, að hún sé frekar afleiðing af því sama, eins og skriðan. Það er að segja, ef þetta er gúll að rísa þarna undir þá veldur hann skjálftum og líka skriðu,“ segir Páll. Sjá einnig hér: Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli.Séð niður Tungnakvíslarjökul í átt að Þórsmörk og Goðalandi. Fjallið Moldi til hægri er að síga niður um þrjá millimetra á dag eða um nærri tíu sentímetra á mánuði.Stöð 2/Einar Árnason.Á heimasíðu Almannavarna má lesa fjórtán ára gamla grein Páls og fleiri vísindamanna um Kötlu og þar er gúlagos við Goðabungu tekið sem dæmi um mögulega atburðarás. Gúlagos geti verið tiltölulega friðsæl, og er nefnt nýlegt dæmi um slíkt frá Usu-eldfjallinu í Japan. Á hinn bóginn gæti kvikugúll sprungið í miklu sprengigosi, eins og gerðist árið 1980 í Mount St. Helens-eldfjallinu í Washington-ríki í Bandaríkjunum, og einnig í sprengigosinu mikla í Öskju árið 1875 og í Víti við Kröflu árið 1724 við upphaf Mývatnselda, að því er fram kemur í greininni. Vísindamenn segja þó ekkert benda til að stóratburðir séu yfirvofandi á þessari stundu. „En þetta samhengi er sem sagt ennþá ekki búið að fullskýra og þetta verður rannsóknarverkefni fólks núna á næstu mánuðum og árum,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53 Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl. Að mati jarðvísindamanna gæti fjallhrapið í Mýrdalsjökli einnig endað með hamfaraberghlaupi, í líkingu við Steinsholtshlaupið fyrir hálfri öld. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við veltum því upp hvað gæti mögulega gerst í því mikla en hægfara fjallhrapi, sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað í vestanverðum Mýrdalsjökli, er fróðlegt að rifja upp hamfarir sem urðu við Steinsholtsjökul, einn skriðjökla Eyjafjallajökuls, þann 15. janúar árið 1967.Horft inn að Steinsholtsjökli. Berghlaupið frá 1967 sést fyrir miðri mynd en fjallshlíðin hrundi þá niður í jökullónið.Stöð 2/KMU.Þá hrundi fjallshlíð niður í jökullónið við skriðjökulinn og olli mikilli flóðbylgju allt niður í Markarfljót, sem bar með sér grjóturð langar leiðir. „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð og gríðarlegur efnisflutningur, - stórgrýti sem þeyttist þarna fram á grundirnar fyrir framan fjallið. Fólk þekkir þetta sem keyrir í Þórsmörk, ef það keyrir á milli þessara steina,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um Steinsholtshlaupið. En gætum við séð það gerast við Tungnakvíslarjökul að fjallshlíðin þar félli niður með sama hætti?Páll Einarsson skoðar fjallhrapið við Tungnakvíslarjökul úr þyrlu Norðurflugs.Stöð 2/KMU.„Það er hugsanlegt að það gerist í svona hamfaraatburði. Það er þegar orðinn meiriháttar atburður, án þess að menn hafi í raun og veru tekið eftir honum, vegna þess að hann gekk það hægt fyrir sig. Þessu hafa fylgt jarðskjálftar. Við vitum ekki hvað fylgir hverju. Það virðist eins og skjálftavirknin þarna í gegnum árin, að hún sé frekar afleiðing af því sama, eins og skriðan. Það er að segja, ef þetta er gúll að rísa þarna undir þá veldur hann skjálftum og líka skriðu,“ segir Páll. Sjá einnig hér: Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli.Séð niður Tungnakvíslarjökul í átt að Þórsmörk og Goðalandi. Fjallið Moldi til hægri er að síga niður um þrjá millimetra á dag eða um nærri tíu sentímetra á mánuði.Stöð 2/Einar Árnason.Á heimasíðu Almannavarna má lesa fjórtán ára gamla grein Páls og fleiri vísindamanna um Kötlu og þar er gúlagos við Goðabungu tekið sem dæmi um mögulega atburðarás. Gúlagos geti verið tiltölulega friðsæl, og er nefnt nýlegt dæmi um slíkt frá Usu-eldfjallinu í Japan. Á hinn bóginn gæti kvikugúll sprungið í miklu sprengigosi, eins og gerðist árið 1980 í Mount St. Helens-eldfjallinu í Washington-ríki í Bandaríkjunum, og einnig í sprengigosinu mikla í Öskju árið 1875 og í Víti við Kröflu árið 1724 við upphaf Mývatnselda, að því er fram kemur í greininni. Vísindamenn segja þó ekkert benda til að stóratburðir séu yfirvofandi á þessari stundu. „En þetta samhengi er sem sagt ennþá ekki búið að fullskýra og þetta verður rannsóknarverkefni fólks núna á næstu mánuðum og árum,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53 Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42
Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53
Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24