Innlent

Marglytturnar komnar í land í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Marglytturnar syntu yfir miðlínuna á öðrum tímanum í dag. Synt var frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi.
Marglytturnar syntu yfir miðlínuna á öðrum tímanum í dag. Synt var frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi.

Uppfært: 21:45

Sundhópurinn Marglytturnar luku sundi yfir Ermasundið á níunda tímanum í kvöld og var það Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem lauk sundinu klukkan 20:53. Boðsundið hófst í Dover á Englandi í morgun klukkan sjö á staðartíma og syntu Marglytturnar samfleytt í 15 tíma.

Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur.

Marglytturnar syntu í eftirfarandi röð, fyrst lagði Sigurlaug María Jónsdóttir af stað síðan tók Sigrún Þ. Geirsdóttir við og þar á eftir synti Halldóra Gyða Matthíasdóttir. Næst á eftir henni synti Birna Bragadóttir síðan tók Þórey Vilhjálmsdóttir við og  Brynhildur Ólafsdóttir var síðust í röðinni. Þannig var jafnframt önnur sundlotan og þrjár fyrstu sundkonurnar í röðinni syntu þrisvar sinnum.

Fiskibáturinn Rowena hefur fylgt Marglyttunum eftit alla leið til Frakklands og hefur jafnframt sinnt eftirliti með skiptingum sundkvennanna og hafa þeir staðfest að boðsundið sé fullgilt samkvæmt reglum the English Channel Association. Boðsundið yfir Ermarsundið er búið að vera í undirbúningi hjá Marglyttum í tvö ár og undanfarna mánuði hafa þær æft nánast daglega til að takast á við þessa þrekraun.

Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Marglyttuhópurinn hefur ákveðið að halda áfram söfnuninni fyrir Bláa herinn áfram og mun hún vera í gangi næstu daga. Þær hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum í barráttunni gegn plastmengun í hafinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.