Fótbolti

Beckham vill fá Messi til Inter Miami

Anton Ingi Leifsson skrifar
Beckham og Messi fyrir leik PSG og Barcelona í Meistaradeildinni 2013.
Beckham og Messi fyrir leik PSG og Barcelona í Meistaradeildinni 2013. vísir/getty

Fjölmiðlar á Spáni greina frá því að David Beckham hafi sett sig í samband við Lionel Messi og að Beckham vilji fá Messi í MLS-deildina.

Katalónska útvarpið greinir frá þessu en þar segir að Englendingurinn sé tilbúinn að bjóða Messi risa samning hjá nýja félagi sínu í Bandaríkjunum, Inter Miami.

Félagið mun taka í fyrsta sinn þátt í MLS-deildinni á næsta ári sem byrjar í mars 2020 en á dögunum bárust fréttir af því að Messi gæti farið frítt frá Barcelona í sumar.

Argentínumaðurinn er talinn áhugasamur en talið er að annar risa samningur bíði hans hjá Börsungum svo það væru að minnsta kosti ekki peningarnir sem myndu lokka hann burt frá Barcelona.

Josep Bartomeu, forseti Barcelona, kom fram á dögunum og sagði að það væri rétt að hann gæti farið frítt næsta sumar en sagði það ólíklegt að hann myndi fara. Honum biði lífstíðar samningur hjá Börsungum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.