Fótbolti

Gylfi skorað í öllum þremur leikjum sínum í Albaníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi kann vel við sig í Albaníu.
Gylfi kann vel við sig í Albaníu. vísir/bára

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað marka Íslands í tapinu fyrir Albaníu, 4-2, í Elbasan í undankeppni EM 2020 í gær.

Þetta var þriðji leikur Gylfa með íslenska landsliðinu í Albaníu og hann hefur skorað í þeim öllum.

Gylfi skoraði sigurmark Íslands með skoti beint úr aukaspyrnu í 1-2 sigri á Albaníu í undankeppni HM 12. október 2012. Það var hans annað landsliðsmark.

Þann 24. mars 2017 vann Ísland Kósóvó, 1-2, í Albaníu í undankeppni HM. Gylfi kom Íslendingum í 0-2 með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Tíu mínútum áður hafði Björn Bergmann Sigurðarson komið Íslandi yfir þegar hann fylgdi eftir skoti Gylfa sem markvörður Kósóvó varði.

Gylfi skoraði svo í þriðju heimsókn íslenska landsliðsins til Albaníu í gær. Hann jafnaði í 1-1 í upphafi seinni hálfleiks.

Þetta var 21. landsliðsmark Gylfa. Þrjú þeirra, eða 14%, hafa komið í Albaníu. Honum hefur hins vegar ekki tekist að skora í tveimur leikjum gegn Albaníu á Laugardalsvelli.

Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen (26) og Kolbeinn Sigþórsson (25) hafa skorað fleiri mörk fyrir íslenska landsliðið en Gylfi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.