Enski boltinn

Sonur fyrrverandi eiganda Liverpool vill kaupa Derby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Foster Gillett hefur áhuga á að eignast Derby County.
Foster Gillett hefur áhuga á að eignast Derby County. vísir/getty

Foster Gillett, sonur Georges Gillett, fyrrverandi eiganda Liverpool, á í viðræðum við Mel Morris, eiganda Derby County, um kaup á félaginu.

Morris vill selja Derby og er að leita að kaupanda sem er tilbúinn að borga um 60 milljónir punda fyrir félagið.

Foster Gillett gegndi stjórnarstöðu hjá Liverpool meðan faðir hans átti félagið með Tom Hicks.

George Gillett og Hicks eru ekki þeir vinsælustu hjá stuðningsmönnum Liverpool enda voru þeir næstum því búnir að keyra félagið í þrot.

Rekstur Derby gengur erfiðlega en talið er að félagið tapi um þremur milljónum punda á mánuði. Morris hefur leitað að kaupanda frá miðju síðasta tímabili.

Derby hefur ekki leikið í ensku úrvalsdeildinni frá tímabilinu 2007-08. Liðið hefur farið rólega af stað í vetur og er í 19. sæti ensku B-deildarinnar með sex stig eftir sex umferðir.

Mel Morris, eigandi Derby County. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.